Hlaðvarpið

29. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Tryggvi Freyr Elínarson

Informações:

Sinopse

Tryggvi Freyr Elínarson framkvæmdastjóri Innut ehf. Tryggvi hefur alla tíð verið í sölu og markaðsmálum. Byrjaði að selja súkkulaðidagatöl, klósettpappír og ljósaperur fyrir Lions, þar fann hann sig strax í þessum geira. Í kjölfarið af því varð hann sölustjóri á unlingsárum og stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki nýskriðinn úr menntaskóla. Eftir að hafa starfað hjá ýmsum fyrirækjum meðal annars Adidas, stofnaði hann ráðgjafafyrirtæki árið 2007 sem fljótlega tók stefnu í átt að digital marketing, í ljósi þess sem var að gerast þá. Fyrir um einu og hálfu ári stofnaði Tryggvi svo Innút ásamt nokkrum öðrum. Innút er í eðli sýnu ráðgjafa fyrirtæki sem sinnir ráðgjöf í stafrænni markaðssetningu og stýra birtingum. Innút vinna bæði með stórum og litlum aðilum í ferðaiðnaðinum og þá mest í Google Adwords. Tryggvi og félagar hjá Innút eru líka mikið að vinna með “business intelligence” deildum hjá stærri fyrirtækjum, oft eru til mikil og verðmæt gögn sem hægt er að nýta meira að sögn Tryggva.