Hlaðvarpið

131. Guðrún Hafsteinsdóttir

Informações:

Sinopse

Guðrún Hafsteinsdóttir sölu og markaðsstjóri Kjörís. Guðrún spjallar við Óla Jóns og lífið og tilveruna, hvernig það kom til að hún var farin að stýra fjölskyldufyrirtækinu Kjörís aðeins 23 ára gömul. VIð ræðum einnig hvernig það er að búa á stað eins og Hveragerði, hvernig var að stýra fyrirtæki í bankahruninu og á covid tímum. Guðrún sem gefur kost á sér í fyrsta sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi ræðir einnig hvers vegna hún ákvað að fara í framboð og hverjar hennar áherslur verða nái hún kjöri. Guðrún er fædd 9. febrúar 1970 og er dóttir hjónanna Laufeyjar Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Guðrún er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eiga þau samtals sex börn. Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, B.A gráðu í mannfræði frá HÍ 2008 og þá hefur hún lokið diplóma námi í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Hún hefur starfað nær allan sinn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði. Guðrún hefur alla tíð verið virk í félagsmálum.